Ljósmyndarinn Anna Ósk býr og starfar í Gothenburg í Svíþjóð. Bókin Enigma er verkefni sem hún hefur markvisst unnið að í fjögur ár þó vinnan við það spanni mun lengri tíma. Viðfangsefni hennar í Enigma eru konur, örvinglaðar konur, sorgmæddar konur, týndar konur, allskonar konur… en umfram allt sterkar konur. Eins og hún segir sjálf í kynningu með verkefninu: Ég á ættir að rekja til sterkra kvenna og kem frá landi þar sem allt er fullt af sterkum og sjálfstæðum konum. Ég er stolt af arfleifð minni og því hvaðan ég kem.
Í Víkurfréttum þann 21. apríl 2016 var skemmtilegt viðtal við Önnu Ósk sem lesa má hér
Hér á vefsíðu Önnu Óskar má kynna sér hana frekar.
Hér er Enigma verkefnið hennar og hægt að styrkja hana.
https://www.kickstarter.com/projects/2074100538/enigma-1?ref=category_popular
/sr.