Anna Ósk Erlingsdóttir heldur fyrirlestur í Ljósmyndaskólanum þann 15. desember, kl. 13.00.

aa

AOba4d6ca38dee4a5b59b743dfcb32291a_original

Anna Ósk  Erlingsdóttir heldur fyrirlestur í Ljósmyndaskólanum fimmtudaginn 15. desember kl.13.00.

Anna Ósk  mun þar segja frá bókinni sinni Enigma og spjalla um ýmislegt fleira sem tengist ljósmyndun.  Hún fæst jöfnum höndum við tískuljósmyndun, portrett og listljósmyndun en oft renna þessir þættir saman í eina heild í verkum hennar.  „Mest spennandi finnst mér verkefni tengd tísku eða list. Í verkum mínum ljósmynda ég tísku með listrænum hætti. Það er kallað „editorial fashion“ úti í hinum stóra heimi.“ segir Anna Ósk í viðtali í Víkurfréttum  þann 21. apríl 2016. Viðtalið í heild sinni má lesa hér.

Í bókinni Enigma er umfjöllunarefnið konur; örvinglaðar konur, sorgmæddar konur, týndar konur, allskonar konur… en umfram allt sterkar konur.  Anna Ósk segir í kynningu með verkefninu: Ég á ættir að rekja til sterkra kvenna og kem frá landi þar sem allt er fullt af sterkum og sjálfstæðum konum. Ég er stolt af arfleifð minni og því hvaðan ég kem.

Anna Ósk býr og starfar í Gautaborg og verk hennar má meðal annars sjá hér.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og ókeypis.

AOc4359507390b7ea2745d15655dc78f19_original

/sr.