Ástundun náms

Ljósmyndaskólinn gerir kröfu um fulla mætingu í alla tíma og fullnægjandi skil allra verkefna. Séu fjarvistir, þar með talið vegna veikinda, umfram 20% af heildarfjölda kennslutíma, telst nemandi ekki hafa staðist námskeiðið. Sé um að ræða sérstakar og óviðráðanlegar aðstæður getur nemandi sótt um undanþágu frá þessari reglu til skólastjóra og skulu skólastjóri og yfirkennari afgreiða erindið. Í beiðni nemanda skal koma fram haldbær skýring á fjarvistum hans og tillögur um hvernig hann hyggst uppfylla kröfur námskeiðsins. Þurfi kennari að gera sérstakt verkefni eða bæta nemanda upp kennslu með einhverjum hætti skal nemandi greiða fyrir það sérstaklega.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn