Bókakynning í beinni útsendingu

aa

Ljósmyndabækur eru eitt mikilvægt birtingarform samtímaljósmyndunar. Í beinni útsendingu frá Ljósmyndaskólanum þann 18. febrúar kynnti Sissa, skólastjóri Ljósmyndaskólans 3 bækur þar sem viðfangsefnið er íslenskt samfélag en ljósmyndararnir eru allir erlendir.

Sissa hefur markvisst safnað ljósmyndabókum um margra ára skeið og eitt af þemunum í bókasafnið hennar er einmitt ljósmyndarar sem fjalla um Ísland.

Fyrsta bókin sem hún nefndi var Roots of the Rúntur eftir Rob Honstra.

Bókin er heimildarverk þar sem Rob rannsakar samfélag íslenskra smábæja í gegnum fyrirbærið rúntinn, Breytinguna sem slík samfélög ganga í gegnum vegna breyttra atvinnuhátta og fólksfækkunar. Bókin kom út 2006 en var í vinnslu í nokkur ár. Rob kom hingað allavega tvisvar sinnum og dvaldi um nokkurn tíma.

Flateyri, ICELAND, 2005 – Marcin and Kristofer in Kristofer’s second hand BMW 850i, both from Poland. Kristofer and Marcin are both newcomers in Iceland. Kristofer invested a lot of his money in the BMW, which can accelerate to over 200 km/hr. He is planning to take it to Poland during his holidays.

Hún fjallaði einnig um bókina Smoke eftir ljósmyndarann Theo Elias sem út kom árið 2019. Hún hefur þegar hlotið verðlaun og tilnefningar til verðlauna. Theo kom til Íslands nokkuð oft á árabilinu 2011 – 2016 til að mynda og hann ferðaðist víða um landið. Hann segir sjálfur að verkið sé um það að læra að ferðast, um það að fullorðnast, um frelsi og vináttu.

Þriðja bókin sem Sissa kynnti var Reykjavík eftir Martin Bruno. Sú bók er hluti af bókaflokki sem nefnist Portraits de Villes en þar er fjallað um nokkrar borgir heimsins með augum ljósmyndara sem eru ólíkir og með mismunandi bakgrunn. Bruno hefur komið býsna oft til Íslands og túlkun hans á höfuðborginni var þetta litla kver sem felur í sér heilan heim.

Þess má svo geta að að margir íslenskir ljósmyndarar hafa auk þess fjallað um eigin samfélag eða ákveðna kima þess. Dæmi um það eru t.d bókverkið 111 eftir Spessa en þar beitir hann miðlinum til að rannsaka Breiðholtið. Annað verk er t.d. I (Einn) eftir  Valdimar Thorlacius en þar er viðfangsefnið einbúar.

/sr.