Friðgeir Helgason
Ljósmyndari.
fridgeirhelgason.com/fridgeir.helgason@gmail.com
LA City Collage.
Kennir: Vinnustofu.
Árið 2006 hóf Friðgeir nám í kvikmyndagerð við LA City Collage, fljótlega sá hann þó að kvikmyndagerðin átti ekki við hann. Þegar hann tók áfanga í ljósmyndun var ekki aftur snúið: “loksins var þetta bara ég, myndavélin og heimurinn” segir Friðgeir.
Friðgeir hélt sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í janúar 2016 – STEMNING þar sem hann tefldi saman myndum sem teknar voru í heimalöndum hans tveimur; Bandaríkjunum og Íslandi. Af því tilefni kom út samnefnd bók. Þar segir Friðgeir í eftirmála: „Fyrir mér er ekkert skemmtilegra en að keyra stefnulaust um þjóðvegi með gamla góða Pentaxinn og slatta af filmum í skottinu. Stoppa á vegasjopppu, spjalla við innfædda og fá mér eitthvað gott í gogginn. Vera fullkomlega gegnsósa í góðri stemningu og taka ljósmyndir.“
/sr.