Fyrirkomulag náms

Ljósmyndaskólinn býður upp á nám á tveimur námsbrautum í skapandi ljósmyndun. Námsframboð námsbrauta og anna er útskýrt í flokknum Námslýsing, undir flipanum Námið í aðalvalmynd.

Ljósmyndaskólinn starfar í tvær annir ár hvert. Telur hvor um sig 18 vikur og spanna þær  tímabilið frá miðjum ágúst og fram í  maí ef undan er skilið hefðbundið jóla- og páskafrí nemenda og lögbundnir frídagar.

Skólinn býður upp á nám á tveimur námsbrautum. Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 er tveggja anna nám og Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 þrjár annir. Það að hafa lokið tveggja anna námi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 með fullnægjandi hætti, eða öðru sambærilegu námi, er forsenda þess að geta hafið nám á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Báðar námsbrautirnar hafa hlotið staðfestingu Menntamálastofnunar sem nám á fjórða hæfnisþrepi, nám að loknum framhaldsskóla.

Námið á hvorri námsbraut skiptist í afmarkaða námsþætti eða áfanga. Áfangarnir eru mislangir og þar eru ólíkar áherslur en samfella er í náminu og á hverri önn er byggt ofan á grunn sem þegar hefur verið lagður.

Í áfangalýsingum er gefið upp skyldulesefni áfangans sé þess krafist en einnig er gefið upp ráðlagt lesefni. Kennarar leggja að auki fram margvíslegt lesefni og námsgögn sem þeir hafa útbúið eða tekið saman í samráði við skólastjórnendur. Nemendur eru ætíð hvattir til að leita fanga út fyrir uppgefið lesefni og fá ábendingar þar um.

Stærstur hluti námsefnis er á ensku.

Tungumál skólans er íslenska og að jafnaði er kennt á íslensku nema annað sé tekið fram. Einstaka áfangar eða hluti áfanga eru kenndir af kennurum sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og er þá kennt á ensku.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn