Fyrirlestur Jan Grarup
Einn kunnasti frétta- og heimildaljósmyndari samtímans, Jan Grarup hélt á dögunum, fyrirlestur á vegum Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Grarup hefur unnið fjölda verðlauna á ferlinum, bæði í Danmörku og víðar. Hann hefur t.d. unnið átta sinnum til verðlauna í World Press Photo, þar af þrisvar fyrstu verðlaun. Hann hefur starfað við við ljósmyndun í yfir 25 ár og einbeitt sér að verkefnum sem varða mannréttindi og málefni hópa og þjóðarbrota sem búa á átakasvæðum, t.d. í Afríku. Val hans á verkefnum endurspeglar þá áherslu hans að mikilvægt verkefni fréttaljósmyndunar sé að segja sögur þeirra sem fyrir einhverra hluta sakir eru þess ekki megnugir sjálfir.
Nýlega var þáttaröðin Helvedes helte, sýnd á RÚV og í einum þættinum var fylgst með störfum Grarup í Afríku.
Fyrir þá sem vilja kynna sér þennan merka ljósmyndara og fyrir þá sem misstu af fyrirlestrinum, þá er hér linkur á síðuna hans: http://jangrarup.photoshelter.com
/sr.