Hrafnkell Sigurðsson

Myndlistamaður, stundakennari við LHÍ og Myndlistarskóla Reykjavíkur

www.hrafnkellsigurdsson.com
einn@mi.is

M.A Fine Art, Goldsmiths College, London.
Jan Van Eyck Akademie, Maastricht.
Myndlista- og handíðaskóli Íslands, Reykjavík.

HS_2014_Revelation_7_webKennir: Vinnustofur.

Hrafnkell hefur fengist við myndlist um langt árabil og unnið með fjölbreyttar aðferðir við myndlist; gjörninga, innsetningar og videó.  Hann þróar myndmál sitt stöðugt og hefur um árabil verið einn athyglis­verðasti listamaður Íslendinga, ekki síst vegna vinnu sinnar meðljósmynda­miðilinn. Ljósmyndaverk hans eru  eru mörgum kunn og hafa ratað til fjöldans, t.d. ljósmyndaröð hans Tjöld,  myndaröð af einmenningstjöldum, sem var forsíða Símaskrárinnar eitt árið. Margar ljósmyndaraðir  hans  fjalla  með einhverjum hætti um tengsl manns og umhverfis; myndaraðir af hversdagslegum hlutum eins og sorppokum eða snjófjöllum á bílastæðum, hinni manngerðu náttúru borga og bæja sem tekur á sig form skúlptúra.
Verk hans hafa verið til sýninga um allan heim og eru hluti safneigna bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í bókinni Lucid ( Crymogea 2014) getur að líta nokkrar myndaraðir Hrafnkels.