Kennarar

Agniezka Sosnowska
Agniezka Sosnowska

Agniezka Sosnowska – ljósmyndari
M.F.A in Studio Education
Boston University
B.F.A in Photography
Massachusetts College of Art
Kennir Sköpun-vinnustofur.

“ Many years ago I learned that a photograph can tell a story witout answering questions. It´s the questions that motivate my stories. In a way I´m inviting the viewer to complete my sentences. With a view camera I compose the edges of an image beneath the dark cloth and search for secrets. Private feelings made public b y a person´s body language or the history of a place.”

www.sosphotographs.com
agnes@sosphotographs.com.

 

 

Ástvaldur Jóhannesson – ljósmyndari
Ohio Institute of Photography and Technology
Kennir: Að lesa í og skapa ljós.

Ástvaldur Jóhannesson, betur þekktur sem Addi ljósmyndari, nam ljósmyndun við Ohio Institute of Photography and Technology og útskrifaðist 1996. Námsárið 1995-1996 var hann valinn ,,framúrskarandi útskriftarnemandi ársins”. Eftir nám hefur hann starfað sem auglýsingaljósmyndari í Bandaríkjunum og í Danmörku en undanfarin ár hefur hann starfað sjálfstætt við auglýsingaljósmyndun og sérhæft sig í vöru- og matarljósmyndun. Meðal nýlegra verkefna voru ljósmyndir í bókina Himneskst að njóta, eftir Sólveigu Eiríksdóttur og Hildi Ársælsdóttur.

http://www.addi.is/
addi@addi.is

 

 

Bára Kristinsdóttir – ljósmyndari
Wasavuxen Gymnasium, Gautaborg.Bára K. vef
Er rýnir í Ljósmyndarýni.

Bára lærði ljósmyndun í Svíþjóð og starfaði lengi sem iðnaðar- og auglýsingaljósmyndari í Reykjavík. Hún hefur, í gegnum tíðina, haldið fjölmargar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis. Bára er stofnfélagi í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara.

www.baraljos.is/
baraljos@simnet.is

 

 

 

 

 

 

 

 

Börkur Sigþórsson – leikstjóri , ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður.börkur192A0272-2Kennir: Að lesa í og skapa ljós, Eigin verkefni.
Börkur starfar við ljósmyndun og gerð kvikmynda og myndbanda. Hafa fjölbreytt verk hans verið sýnd hér heima og erlendis.

www.borkurs.com
borkur@borkur.com

 

 

 

 

Christofer Lund – ljósmyndari
Medieskolen, Viborg
Kennir: Landslagsljósmyndun.

“My name is Christopher Lund and I was born 1973 in Reykjavík, Iceland. I was brought up with photography all around me.

My father took me on countless trips around Iceland whenChris-headshot

I was a kid. We travelled to every little town and village in
Iceland. We even flew over most of them in his small Cessna to photograph from the air.

I usually sat in the back, loading fresh rolls of Kodak VHC in the Pentax 6×7 bodies as fast as I could.

Ever since I can remember, I have loved to travel and discover new places. Our country is so diverse and never fails to amaze me.

Short or long trips, every time I see something new to photograph.”

www.chris.is
http://blog.chris.is/
chris@chris.is

 

 

 

 

Daniel Rauter – ljósmyndari

MFA, University of Hartford, Connecticut
Kennir: Bókagerð og Landslagsljósmyndun.

IMG_5004“Daniel Reuter was born in Germany in 1976 and grew up in Luxembourg. In 2013 he graduated from the limited-residency MFA in Photography at the University of Hartford, Connecticut.

His first book, History of the Visit, was nominated for the Paris Photo–Aperture Foundation First Photobook of the Year Award 2013, as well as for the German Photobook Award 2015. Reuter’s work has been exhibited in Europe, the United States and Japan.

He currently lives in Reykjavík, Iceland.” http://www.danielreuter.net

Daníel er félagi í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara.

mail@danielreuter.net
www.danielreuter.net/

 

 

 

Einar Falur Ingólfsson – ljósmyndari, rithöfundur og menningarritstjóri Morgunblaðsins.

MFA School of Visual Arts New York
BA Bókmenntafræði Háskóli Íslands
Kennir: Ljósmyndasögu, Að rýna og ræða, Myndatökur, mynduppbyggingu og formfræði, Persónuleg heimildaljósmyndun og er rýnir í Ljósmyndarýni.

Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari frá School of Visual Arts í New York en hefur auk þess BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Einar hefur lengi unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu en auk þess sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, kennt áfanga í ljósmyndun við hina ýmsu skóla og haldið fyrirlestra víða um heim. Út hafa komið bækur með verkum hans.

Einar Falur er félagi í í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara
www.efi.is
einarfalur@gmail.com

 

 

Frosti Gnarr – grafískur hönnuður, kennari við LHI
Hogeschool voor de Kunsten, Utrecht.Frostiaf1bb1fe-4f0a-4d30-8841-a236b22cec2e
LHI.
Kennir: Auglýsingaljósmyndun.

frostignarr@gmail.com

 

 

 

 

 

 

 

Guðmundur R Einarsson –vefhönnuður
Kennir: Heimasíðugerð.10710573_10152788264222464_1438829118638870873_n“I specialize in web design, programming and web development. Not only am I an ambitious developer who is always seeking to expand my knowledge of everything on the web, I’m also an entrepreneur that thinks way outside the box. In my world, anything’s possible. And if it’s not, I’ll find a way to make it so.”

www.gre.is
gre@gre.is

 

 

 

 

 

Hrafnkell Sigurðsson – myndlistamaður, stundakennari við LHÍ og Myndlistarskóla Reykjavíkur
MFA Goldsmiths College, LondonHS_2014_Revelation_7_web
Kennir: Sköpun-vinnustofa.

Hrafnkell hefur fengist við myndlist um langt árabil og unnið með fjölbreyttar aðferðir við myndlist; gjörninga, innsetningar og videó. Hann hefur einnig unnið mörg verk þar sem hann notar ljósmyndamiðilinn. Má hér sérstaklega geta ljósmyndaraða hans sem fjalla um tengsl manns og umhverfis; myndaraðir af hversdagslegum hlutum eins og sorppokum eða snjófjöllum á bílastæðum, hinni manngerðu náttúru borga og bæja sem tekur á sig form skúlptúra.
Verk hans hafa verið til sýninga um allan heim og eru hluti safneigna bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Í bókinni Lucid getur að líta nokkurt úrval af verkum Hrafnkels.

www.hrafnkellsigurdsson.com
einn@mi.is

 

 

 

 

 

Ingibjörg Birgisdóttir – myndlistarmaður
LHI
Kennir: Myndbandagerð.IngaIngibjörg hefur unnið að myndlist síðan hún útskrifaðist frá LHÍ, gert fjölmörg myndbönd fyrir tónlistarmenn og hljómsveitir, hannað umslög utan um geisladiska, tekið þátt í myndlistarsýningum og haldið námskeið í skapandi notkun videómiðilsins.

Á vef Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar segir um verk Ingibjargar:

“Her work is a game of layers, both in her smaller collages and her bigger wall-pieces, as everywhere in her imagery one will find a mixture of old national emblems, waterfalls, mountains, and animals. Nowhere does Ingibjörg leave an empty space, evoking a Baroque-era fear of emptiness. Her symbols can be interpreted in various ways in a broad art historical context; all reveal evident sources of inspiration, especially Surrealism. As she samples and mixes from various fields, Ingibjörg’s ornateness nevertheless strips these symbols of meaning,

leaving only a play of forms and giving her art a playful dimension.”

http://ingabirgis.tumblr.com/
https://vimeo.com/user5151496/videos
iiiinga@gmail.com

 

 

 

 

Jón Proppé – listfræðingur, kennari við LHI og Kvikmyndaskóla Íslands
Háskóli Íslands, University of Illinois at Urbana-Champaign.Jon Proppe Fl. um Louisu Matt Kaupmh. mai 2006 crop
Kennir: Listasögu.

Jón Proppé lærði heimspeki við Illinois-háskóla í Bandaríkjunum og er sjálfstætt starfandi fræðimaður og sýningarstjóri. Hann hefur skrifað fjölmargar greinar um menningu og listir, fjallað um sýningar, skrifað greinar og bókakafla, auk greina í á annað hundrað sýningarskrár á Íslandi og víðar. Hann hefur stýrt sýningum fyrir söfn og ýmsar stofnanir á Íslandi, í Noregi, Danmörku og Þýskalandi, stýrði um skeið Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar og hefur gegnt ýmsum opinberum ábyrgðarverkefnum. Jón hefur starfað að bókaútgáfu, bæði sem ritstjóri og hönnuður. Hann hefur kennt, haldið fyrirlestra og leitt ráðstefnur, auk þess sem hann hefur komið að gerð fjölmargra heimildamynda fyrir sjónvarp og kvikmyndahús. Jón er einn þeirra höfunda sem rituðu Sögu íslenskrar myndlistar á tuttugustu öld.

proppe@gmail.com

 

 

 

Kjartan Þorbjörnsson (Golli) – ljósmyndari hjá Morgunblaðinu
Wasavuxen Gymnasium Gautaborg_MG_0592

Kennir: Að segja sögur með myndum, Að lesa í og skapa ljós.

Kjartan Þorbjörnsson eða Golli eins og hann gjarnan er kallaður, hefur mikla reynslu af ljósmyndun enda starfað sem ljósmyndari í frá því hann lauk námi í Svíþjóð, þar af hjá Morgunblaðinu síðan 1996. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga ljósmyndara og hlotið viðurkenningar fyrir verk sín.

www.mbl.is/myndasafn
golli@mbl.is

 

 

 

Kristina Petrošiutė – ljósmyndari
LjósmyndaskólinnKristina Petrosiute
Kennir: Portrettmyndatökur.

“I inherited my interest in photography, as well as my first cameras, from my father. After graduating from The School of Photography in Reykjavik, I have mostly focused on advertising photography and personal photography projects.”www.kristinapetrosiute.com/
www.kristinapetrosiute.com/
kristinap.photo@gmail.com

 

 

 

 

 

mani vef_DSC9409Máni Sigfússon – myndlistarmaður
LHI
Kennir: Myndbandagerð.

Máni hefur unnið fjölda tónlistarmyndbanda fyrir tónlistarmenn og haldið námskeið í gerð myndbanda.

https://vimeo.com/manimsigfusson/videos
http://manimsigfusson.tumblr.com/
mani.sigfusson@gmail.com

 

 

 

 

 

Nicol Vizioli – ljósmyndari og listamaður

MA Fashion Photography at LCF, University of The Arts Londongenna1.vef
Kennir: Sköpun – vinnustofur.

“NICOL VIZIOLI is an Italian artist whose practice is mainly based on photography. Coming from a fine art background the insight of her work draws upon many different places, such as the natural and animal world, mythology, literature and finally painting: photography is therefore regarded as the convergence point, where all of them meet. Currently working on her first film project, Nicol is exploring different media, more focusing on the research itself rather than the language. After a degree in Cinema she moved to London, where she graduated from MA Fashion Photography at LCF, University of The Arts London, with first class honors in 2011.” http://www.nicolvizioli.com/

http://www.nicolvizioli.com/
info@nicolvizioli.com

 

 

 

 

Pétur Thomsen – ljósmyndari og listamaður

MFA, École National Supérieur de la Photographie

Al3_009a 001

ENSP, Arles
Kennir: Prenttækni, Samtímaljósmyndun, Portfólíugerð, Að lifa í listheiminum.

Pétur Thomsen er með MFA gráðu í ljósmyndun frá Arles í Frakklandi. Hlaut hann alþjóðleg unglistarverðlaun, LVMH-Louis Vuitton Moët Hennessy árið 2004. Ári síðar var hann valinn einn af “50 áhugaverðustu ljósmyndurum framtíðarinnar” og átti verk á samnefndri sýningu sem sett var upp í Sviss en fór svo víðar um heiminn.
Myndaserían “Aðflutt landslag” vakti mikla athygli enda umfjöllunarefnið eldfimt málefni en Pétur vann seríuna á meðan á hinum umdeildu framkvæmdum stóð við Kárahnúka.
Á undanförnum árum hefur Pétur haldið áfram að fjalla um það hvernig maðurinn veldur breytingum á umhverfi sínu með ýmsum framkvæmdum; gróðursetningum, skurðagreftri og byggingum. Sjónarhorn Péturs sýnir samhengi byggingarlistar, skipulags og náttúru. Landið sem tekur breytingum fyrir tilstuðlan mannsins sem sífellt mótar og breytir náttúru í manngert umhverfi. Ljósmyndir hans eru í senn ádeila á þá meðferð á landinu og skrásetning slíkra framkvæmda.

Pétur er félgi í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara

www.peturthomsen.is
info@peturthomsen.is

 

 

Saga Sigurðardóttir – ljósmyndari
London College of Fashion Saga Sig
Kennir: Sköpun – vinnustofur, Portfolio.

“Saga Sig eins og hún er gjarnan kölluð hefur náð langt í sínu fagi á tiltölulega stuttum tíma og segir hún það vera ástríðunnar vegna. „Ég er tilbúin að leggja mikið á mig, legg áherslu á að koma vel fram við fólk og gefst ekki upp þó á móti blási. Svo er líka mjög mikilvægt að hafa gaman að því sem maður gerir.“ Litbrigði og leikur ljóss og skugga í náttúrunni á Þingvöllum kveikti áhugann á ljósmyndun en þar bjó Saga þegar hún var lítil. „Ljósmyndun hefur mikla þýðingu fyrir mig. Ég lifi og hrærist í ljósmyndun, hún er ástríðan mín.“ úr viðtali Nude magazine 2013 http://nudemagazine.is/saga-sig-i-vidtali/

” … HER IMAGES ARE A COMPELLING BALANCE OF PASTORIAL MYSTICISIM AND URBAN SENSUALITY, OF UNHIBITED SPONTANEITY AND SOPHISTICATED COMPOSITIONS”
LAURENCE BUTET-ROCH, BRITISH JOURNAL OF PHOTORAPHY

Saga hefur unnið fjölda verkefna fyrir þekkt fatamerki og hönnuði eins og TOP SHOP, Nike Women, Burberry og JÖR by Guðmundur. Hefur einnig unnið fyrir fjölbreyttan hóp tónlistarmanna. Myndir hennar og myndaþættir hafa birst í tímaritum víða um heim.

http://cargocollective.com/sagasig
sagasig@gmail.com

 

 

Sandra Karlsdóttir – ljósmyndari
Ljósmyndaskólinn
Kennir: Svarthvít filmuframköllun og stækkun.

www.sandrakarls.is
sandrakarls@sandrakarls.is

 

 

 

Sigríður Ella Frímansdóttir – ljósmyndari10854305_10152994011974609_6613020227915524098_o_Fotor_Collage.

Ljósmyndaskólinn

Kennir: Portrettmyndatökur

www.siggaella.com
siggaella@gmail.com

 

 

 

Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi) – ljósmyndari og listamaður
BA AKI Enchede HollandiSpessi_February 03, 2016168B9961-00008
Kennir: Ljósmyndun sem listform, Sköpun-vinnustofur.

Flestir þekkja hann sem Spessa en fullu nafni heitir hann Sigurþór Hallbjörnsson. Hann Sessi er fæddur og uppalinn á Ísafirði og lagði stund á ljósmyndun við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst – í Hollandi og útskrifaðist þaðan 1994. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum hér á landi og erlendis meðal annars í Frakklandi, Finnlandi, Svíþjóð, Belgíu (Brussel) og Bandaríkjunum (New York). Verk eftir hann eru í eigu fjölmargra lista og einkasafna víða um heim og gefnar hafa verið út bækur með ljósmyndaverkum hans.

Spessi vinnur að jafnaði umfangsmiklar myndaraðir; skrásetningar eða portrett og leitar oft viðfangsefna sem á einhvern máta eru á jaðrinum. Í verkum Spessa má greina næmi fyrir hverju viðfangsefni og gildir þá einu hvort um er að ræða portrett af hetjum hversdagslífsins og alþýðufólki, myndaröð af matarbökkum að loknu hádegishléi, pastellituðum vinnuskúrum verkamanna við Kárahnúkavirkjun, mótorhjólamönnum í Ameríku eða skrásetning á fiskimannasamfélagi á Fogo eyju við Nýfundnaland. Í sýningarskrá að sýningu Spessa frá samfélaginu á Fogo: Matur, fólk & pósthús, sem haldin var í Gallerí Listamenn á Skúlagötu 32, vorið 2015, segir svo: „Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær. Eftivæntingin skilar sér í einhvers konar undarlega settlegri óvissustemningu.”

Spessi er félagi í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara.
www.spessi.com
spessi@spessi.com

 

 

Silja Dögg Ósvaldsdóttir – framkvæmdastjóri hjá Fastland
Háskóli ÍslandsSilja2a65171c-ff9c-4625-9abd-89dffb9a461e
Kennir: Bókhald og eigin rekstur.

Silja Dögg er með margra ára reynslu í rekstri fyrirtækja og öllu því er varðar bókhald og uppgjör. Hún var lengi fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri Völusteins ehf, Hún hefur einnig komið að ritstjórn og starfað sem verkefnastjóri hjá Virtus.

silja@fastland.is

 

 

Steingrímur Eyfjörð – myndlistamaður
Jan van Eyck Academie, LÍH14-1209-112729-Edit.vef
Kennir: Hugmyndavinnu.

Steingrímur á að baki fjölbreyttan og langan starfsferil í listum. Hann útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1978 og stundaði framhaldsnám í Helsinki og við Jan van Eyck Akademíuna í Hollandi. Steingrímur tók fullan þátt í þeirri gerjun sem átti sér stað í myndlistarheiminum á áttunda áratugi síðustu aldar og var einn stofnenda Gallerís Suðurgötu 7 og meðal stofnfélaga Nýlistarsafnsins.
Hann hefur kennt, sinnt ritstjón og verið sýningarstjóri myndlistarsýninga, haldið yfir 40 einkasýningar og fleiri en 100 sýningar í félagi við aðra. Honum hefur hlotnast margvíslegur heiður; var tilnefndur til The Carnegie Art Award árið 2006, var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2007 og hlaut, ári síðar, Sjónlistarverðlaunin fyrir þá sýningu svo nokkuð sé nefnt.
Steingrímur vinnur gjarnan með blandaða tækni og ljósmyndir gegna oft veigamiklu hlutverki í verkum hans.
Verk Steingríms eru hugmyndafræðileg, marglaga og í senn heimspekileg og hversdagsleg. Þar mætast oft ólíkir þættir úr dægurmenningu, þjóðmenningu, heimspeki og pólitík. Áhorfandinn verður svo oftar en ekki einnig vitni að ferli listamannsins, skynjun hans og úrvinnslu á hugmyndinni.

“With his often extreme direct installations and paintings he works with themes like identity in a wide perspective in an attempt to alter traditional performances, stereotypes and national prejudice.
He often bases his theories on concrete incidents and themes which he then works on and interprets in an artistic way. The results are often complex and ambiguous creations with an opportunity of manifold layers of interpretation.” (http://www.iceland.is/iceland-abroad/dk/english/news-and-events/steingrimur-eyfjord/3713/)

www.eyfjord.com/

info@eyfjord.com
www.this.is/endlessand

 

Valgeir Magnússon – viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Pipar/TBWA Auglýsingastofu
Háskóli Íslandvalli
Kennir: Markaðsfræði.

valgeir@pipar-tbwa.is

 

 

 

 

 

 

 

 

Rúrí – myndlistarmaður
De Vrije Academie Psychopolis, den Haag.Ruri-Future Cartography II#73835
Kennir: Sköpun-vinnustofa.

Þuríður Rúrí Fannberg, almennt kölluð Rúrí.
Rúrí er fjölhæfur og afkastamikill myndlistarmaður. Verk hennar eru hugmyndafræðilegs eðlis, en þau eru sett fram með margvíslegri tækni; sem skúlptúr, innsetningar, margmiðlunarverk, gjörningar, bókverk, kvikmyndir, myndbönd, hljóðverk, blönduð tækni tölvuvædd og gagnvirk verk. Hún hefur haldið fjölmargar myndlistarsýningar, innsetingar og gjörninga og verk hennar hafa verið sýnd á alþjóðlegum vettvangi, víða í Evrópu, Ameríku og Asíu. Verk hennar eru í eigu liststofnana, bæjarfélaga og fyrirtækja víða og útilistaverk hennar eins Regnbogann við flugvöllinn í Keflavík og Fyssu í Grasagarðinum í Reykjavík, þekkja margir. Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæaringnum árið 2003. Þar sýndi hún verk sitt “Archive-endangerded waters” gagnvirka fjöltækniinnsetningu. Er verkið óður til náttúrunnar og hugleiðing um gildi hennar í nútímanum.
Verk Rúríar taka oftar en ekki á málefnum sem skipta máli; varða t.d. náttúruvernd, óréttlæti og ójöfnuð. Hún er réttsýn og frumleg og býr oftar en ekki, til nýja sýn á viðtekinn reynsluheim og hefðbundin gildi með verkum sínum. Fær áhorfendur fyrir vikið til að sjá, skynja og skilja viðfangsefnið á nýjan máta.
Í viðtali við Rúrí í Fréttatímanum 2. mars 2012 segir hún: “Vissulega er ég pólitísk en það er pólitík í víðum skilningi, allt sem við kemur mannlegu samfélagi,“[…] „Ég held að það sé hlutverk listarinnar að tendra athyglina.
“ http://www.visir.is/gjorningar-sem-ganga-undrum-naest/article/2012703149913

http://ruri.is/
ruri.art@centrum.is

 

 

/sr.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn