Kristín Ásta Kristinsdóttir tekur þátt í beinni útsendingu Ljósmyndaskólans.

aa

Kristín Ásta Kristinsdóttir er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Hún er ein þeirra sem tekur þátt í beinni útsendingu á vegum Ljósmyndaskólans.

Hér má sjá verk eftir hana sem hún vann í áfanganum Aðferðir við listsköpun nú í byrjun vorannar. Þar unnu nemendur námsbrautarinnar undir handleiðslu Spessa, markmiðið var að vinna rannsóknarverkefni og skilin voru sería mynda.

Nemendur fengu úthlutað fyrirfram ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu til að vinna með. Flest áttu svæðin það sammerkt að vera að ganga í gegnum einhverskonar umbreytingaferli. Niðurstöðurnar voru fjölbreyttar og fram komu forvitnileg verkefni.

Kristín segir þetta um þá seríu sem hún skilaði í áfanganum.

Við drógum hverfi sem við áttum að kynna okkur og gera skil í myndaseríu, ég dró Kársnesið í Kópavogi. Þekkti ekkert til þess og fór því í nokkra bíl- og göngutúra til að ákveða hverju ég vildi segja frá. Einnig var gjöfult að tala við fólk sem þarna þekkti til. Þegar ég kynnti mér gamla Kópavogshælið vissi ég að ég var komin með sögu sem mig langaði að segja frá í myndum. Þyrping húsa dreifð á stóru svæði sem öll gegndu sínu hlutverki og voru kölluð sínum nöfnum. Þarna bjuggu þegar mest var um 2.000 manns. Gamli tíminn og sagan sem fylgir húsunum. Þessi myndaseríu samanstóð af 10 myndum sem ég tók og 4 myndum sem voru teknar fyrir 40 árum. Þetta er verk í vinnslu …

/sr.