LISTAMAÐUR VIKUNNAR HEFUR VEGG Í HÚSNÆÐI TIL SKÓLANS TIL UMRÁÐA Í EINA VIKU OG GETUR NÝTT PLÁSSIÐ ÞAR AÐ VILD TIL AÐ SÝNA VERK SÍN.
Listamaður vikunnar sýnir verkið Tvinna en verkið er „zine“ eftir Svanhildi Grétu Kristjánsdóttur. Svanhildur Gréta er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.
Buxnadragtin er merkilegt fyrirbæri sem gerði konum kleift að komast inn á vinnumarkaðinn. Dragtin steypti konur í snið karlmanna og gekk dragtin til liðs við táknmynd jakkafatanna um völd. Þessi einfaldi hlutur færði konur í átt að jafnrétti. Á sama tíma var arfleið kvenleika lítillækkaður með upphafningu hins karlæga. Verkið endurspeglar rannsókn og tilfinningar listamannsins til viðfangsefnsins.
Laugardaginn þann 7. desember verður ljósmyndamarkaður í Bíó Paradís
Myndir eftir Svanhildi úr verkinu verða til sölu á ljósmyndamarkaðinum! .
Hér fyrir neðan má sjá kápuna og nokkrar opnur úr verkinu Tvinna:
Uppsetning á verkinun á sýningarstað í Ljósmyndaskólanum.
Instagram: svanhildurgreta
Forsíðu „zine-ins“ hannaði Júlía Runólfsdóttir.