Í sumar verður boðið upp á nokkur vikulöng námskeið fyrir börn og unglinga á vegum Ljósmyndaskólans. Þar læra þátttakendur helstu grunnþætti ljósmyndunar; læra á myndavélar, kynnast helstu grunnatriðum mynduppbyggingar og ólíkum tegundum ljósmyndunar. Á námskeiðunum vinna þátttakendur verkefni í hópum, taka myndir og læra að vinna þær. Einnig verður farið í heimsókn á Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Í lokin verður sýning á vinnu nemenda fyrir foreldra og aðstandendur.
Hvert námskeið kostar kr. 24.000
Nánari upplýsingar um námskeiðin, dagsetningar og annað sem þau varðar er að finna hér á síðu Ljósmyndaskólans undir fyrirsögninni: Námskeið.
Sótt er um námskeiðið með því að skrifa tölvupóst á netfangið info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623. Þar fást líka frekari upplýsingar um námskeiðið.
Bent er á að mögulegt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem hægt er að nota sem greiðslu upp í ýmis námskeið.