Námskeið fyrir byrjendur í notkun Adobe Lightroom.
Kennt verður 4 kvöld, 20., 21., 25. og 26. febrúar frá kl. 18.00- 21.00.
Á námskeiðinu verður farið í undirstöðuatriði við skipulag stafræns myndasafns, framköllun og aðra helstu grunnþætti starfrænnar myndvinnslu.
Kennt verður í húsnæði Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.
Hámarksfjöldi á hverju námskeiði eru 12 þátttakendur. Lámarks fjöldi er 6.
Farið verður í eftirfarandi grundvallaratriði:
- Áhersla verður lögð á Library og Develop einingarnar í Lightroom
- Import/export
- Skipulag myndasafns og umsýsla
- Notkun Collections í Lightroom
- Flokkun ljósmynda með stjörnugjöf, litum & fánum.
- Litgreining og almenn myndvinnsla á ljósmyndum
- Lagfæringar afmarkaðra svæða
- Virtual copies
- Stutt kynning á Map, Book, Slideshow, Print einingunum í Lightroom
- Stutt kynning á Adobe Photoshop
Fyrirkomulag kennslu: Kennt verður með fyrirlestrum og sýnikennslu, kennari mun einnig aðstoða hvern þátttakanda við lausn á verkefnum. Unnið er á Imac tölvur sem eru á staðnum, en nemendum er frjálst að koma með eigin fartölvur.
Námsefni: Nemendur fá afhent þau kennslugögn sem notuð eru á námskeiðinu.
Kennari á námskeiðinu er Pétur Þór Ragnarsson, ljósmyndari. Sjá meðal annars: www.peturthor.com
Námskeiðið kostar kr. 46.000.
Bent er á að starfsmenntasjóðir hinna ýmsu stéttarfélaga veita styrki til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.
Hjá Ljósmyndaskólanum er hægt að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem nota má til greiðslu upp í ýmis námskeið á hans vegum.
Til að sækja um námskeiðið, kaupa gjafakort eða til að fá frekari upplýsingar er hægt að skrifa tölvupóst á netfangið info@ljosmyndaskolinn.is eða að hringja í síma 5620623.
Hægt er að kaupa Lightroom forritið hjá Hugbunadarsetrid.is
Hægt er að sækja 30 daga prufu útgáfu af Lightroom hér: Adobe Lightroom CC
Mynd með færslu: Íris Sigurðardóttir.