Hér má sjá að það var sannarlega góð stemning á opnun á sýningu á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans þann 11. janúar.
Að þessu sinni útskrifuðust 6 nemendur; Ásgeir, Pétursson, Kamil Grygo, Helga Laufey Ásgeirsdóttir, Hjördís Jónsdóttir, Sonja Margrét Ólafsdóttir og Þórsteinn Sigurðsson. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn og spennandi verður að sjá þau taka sér rými á hinum gróskumikla vettvangi samtímaljósmyndunar í framtíðinni.
Myndirnar sem fylgja færslunni tók Eva Schram sem er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 við Ljósmyndaskólann.
Fleiri myndir frá opnuninni má sjá á Facebook síðu skólans.
/sr.