Samtök sjálfstæðra listaskóla standa fyrir OPNUM DÖGUM 22.-24. febrúar 2018.
Ljósmyndaskólinn er í Samtökum sjálfstæðra listaskóla og tekur þátt í opnum dögum nú í febrúar.
Opið verður hjá okkur fyrir gesti og gangandi tvo daga; föstudaginn 23. febrúar frá kl.15.00-18.00 og laugardaginn þann 24. febrúar frá kl. 13.00 – 16.00.
Þessa tvo daga verður skólinn opin öllum sem áhuga hafa á að kynna sér starfsemi skólans, það nám sem þar er boðið upp á og síðast en ekki síst er alveg kjörið fyrir alla þá sem áhuga hafa á að fræðast um skapandi ljósmyndun að kíkja í heimsókn.
Nemendur verða að störfum í skólanum á ofangreindum tímum og vinna að mismunandi verkefnum. Vinnubækur og portfólíur þeirra liggja frammi til skoðunar og margt fleira verður í boði. Meðal annars verður hægt að fylgjast með:
- vinnu í myrkraherbergi
- myndatöku með 4×5 myndavél
- gerð ljósmyndabóka
- myndatökum með polaroid
- ýmsum leiðum til að vinna með polaroida, t.d. „polariod transfer“
- vinnu með Camera Obcura
Að auki verður hægt að fá nýbakað með kaffinu.
Hlökkum til að taka á móti ykkur.
/sr.