Nýliðna helgi, dagana 10.- 12. maí var árleg Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans.
Á Uppskeruhátíð sýna nemendur afrakstur vetrarins; myndverk og bókverk og má með sanni segja að útkoman hafi verið einstaklega fjölbreytt að þessu sinni og viðfangsefni nemenda af ólíkum toga. Fjölluð þeir í verkum sínum meðal annars um málefni hælisleitenda, brjóstþyngd og sterkar konur en einnig voru þar portrett af fólki sem eitt sinn voru pör/hjón og rannsóknarverkefni sem byggði á því viðhorfi unglingsáranna að lífið snúist eingöngu um að vera ástfanginn, svo nokkuð sé nefnt.
Prent og innrömmuð nemendaverk voru til sölu, nemendaverk voru boðin upp (þögult uppboð), heitt var á könnunni og nemendur á staðnum til að sýna og segja frá verkunum, skólanum og því námi sem hér er boðið upp á.
Fjöldi fólks lagði leið sína til okkar hingað á Hólmaslóðina þessa daga og tók þátt í gleðinni. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir komuna.
Nú er bara að taka frá aðra helgi í maí 2020 !!!!!
Hér eru nokkrar myndir frá opnun Uppskeruhátíðar.
/sr.