Ljósmyndanámskeið fyrir byrjendur.
Kennt verður þrjú kvöld, 9 mars, 12. mars. og 16. mars, frá kl. 18.00-21.00
Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í ljósmyndun; allt það sem þú þarft til að byrja að skapa þínar eigin myndir.
Kennt verður í húsnæði Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, Reykjavík.
Þátttakendur verða að hafa undir höndum eigin myndavél sem hefur stillanlegt ljósop og hraða.
Farið verður í eftirfarandi grundvallaratriði:
Myndavélar: Farið verður yfir mismunandi tegundir stafrænna myndavéla, kosti þeirra og galla.
Grunnstillingar: Kennt verður ýtarlega á ljósop, hraða og ljósnæmi.
Linsur: Nemendur læra að þekkja mismunandi linsur og geta valið hverskonar linsa hentar þeirra nálgun á ljósmyndun.
Dýptarskerpa: Skoðað verður og farið yfir hvernig ljósmyndari getur nýtt ljósopið til að stjórna dýptarskerpu ljósmynda.
Myndbygging: Farið verður í uppbyggingu myndflatar og leitast við að nemendur öðlist skilning á grunnhugmyndum mynduppbyggingar.
Fyrirkomulag kennslu: Kennt verður með fyrirlestrum en kennarar munu einnig aðstoða hvern þátttakanda á námskeiðinu með þær myndavélar sem þeir nota og stillingar á þeim.
Þátttakendur fá verkefni með sér heim sem þeir vinna og verður svo farið yfir þau í tímum.
Námsefni: Nemendur fá afhentar útprentaðar fyrirlestrarskyggnur.
Leiðbeinandi er Ellen Inga Hannesdóttir.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 12 en lágmarksfjöldi 10.
Námskeiðið kostar kr. 36.000.- bent er á að mögulegt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem hægt er að nota sem greiðslu upp í ýmis námskeið.
Til að sækja um námskeiðið, kaupa gjafakort eða til að fá frekari upplýsingar er hægt að skrifa tölvupóst á netfangið ljosmyndaskolinn@ljosmyndaskolinn.is
Nánari upplýsingar eru einnig veittar í síma 5620623.
Bent er á að starfsmenntasjóðir stéttarfélaga veita gjarnan styrki til niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.
/sr.