Markmið náms

Ljósmyndaskólinn hefur það markmið að kenna skapandi ljósmyndun, að undirbúa nemendur til starfa á ólíkum sviðum ljósmyndunar sem og til frekara náms. Lögð er áhersla á að nemendur finni persónulegri listsköpun sinni farveg með því að öðlast þekkingu á ljósmyndatækni og að þjálfast í beitingu hennar. Læra nemendur hvorutveggja hefðbundna filmuljósmyndun og nýjustu stafræna tækni. Nemendur kynnast ýmsum sviðum skapandi ljósmyndunar og annarra listgreina með aðkomu framúrskarandi fagfólks, listamanna og útgefenda (sjá meðfylgjandi starfsmanna- og kennaralista). Fá nemendur að vinna undir handleiðslu starfandi ljósmyndara og sem aðstoðarfólk. Ekki síður eru tengslin sterk við starfandi listamenn sem hafa ljósmyndina sem tjáningarmiðil sinn. Lögð er áhersla á að nemendur þroski með sér persónulega nálgun á notkun ljósmyndamiðilsins og temji sér aukið sjálfstæði í sköpun og úrvinnslu verkefna eftir því sem að líður á námið.

Við námslok er gert ráð fyrir:

  • Að nemendur hafi öðlast góða þekkingu í tæknilegri framkvæmd hverskyns skapandi ljósmyndunar svo að þeir geti starfað sjálfstætt á því sviði sem þeir kjósa.
  • Að nemendur hafi þroskað með sér persónulega nálgun á viðfangsefni
  • Að nemendur hafi góð tök á ferlinu; frá hugmynd að fullbúnu verki. Séu í stakk búnir til að kynna hugmyndir sínar, verk og að skýra hugmyndalegt inntak þeirra.
  • Að nemendur þekki til helstu stefna og tjáningarleiða innan ljósmyndunar
  • Að nemendur hafi yfirsýn yfir menningarlegt, sögulegt og pólitískt hlutverk ljósmyndamiðilsins og geti tjáð sig um efnið af þekkingu og á gagnrýninn hátt.
  • Að nemendur þekki vel til íslenskrar og alþjóðlegrar ljósmyndunar. Þekki sögulegt samhengi ljósmyndunar og tengsl við almenna samfélags- og tækniþróun.
  • Að nemendur skilji og geti skýrt áhrif og siðferðilega ábyrgð ljósmyndasköpunar í fjölmiðlun nútímasamfélagsins og hvernig henni er beitt.
  • Að nemendur geti útskýrt eigin hugmyndir og verk og sett þau í listsögulegt og hugmyndafræðilegt samhengi.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn