Námskeið í ljósmyndun fyrir börn og unglinga.

aa

Fyrirkomulag: Námskeiðið stendur í fimm vikur, frá 17. janúar – 14. febrúar 2018.

Kennt er á miðvikudögum frá kl. 17.00-21.00.

Kennarar eru Sigga Ella Frímannsdóttir, www.siggaella.com og Olga Helgadóttir, www.olgahelga.is.

Fyrir hverja: Námskeiðið er hugsað fyrir börn og unglinga á aldrinum 12-16 ára. Lágmarks fjöldi þátttakenda er 10 en hámarksfjöldi 15.

Kennslustaður: Ljósmyndaskólinn, Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.

Námskeiðslýsing: Á námskeiðinu er lögð áhersla á sköpun, nemendur læra að þroska auga sitt hvað varðar ljósmyndun og að búa til þær ljósmyndir sem þeir hafa áhuga á. Áhersla er lögð á að kenna grundvallaratriði í hugmyndavinnu og myndbyggingu. Farið er í portrettmyndartökur, heimildarljósmyndun, götuljósmyndun og landslagsljósmyndun. Hver nemandi fær einkaverkefni eftir áhugasviði og farið er yfir þau verkefni með hverjum nemanda í einkatíma hvert kennslukvöld. Nemendur fá fræðslu um íslenska og erlenda ljósmyndara.

Ekki er lögð áhersla á tæknilega kennslu en lítillega farið í grunnþætti myndvinnslu með myndvinnsluforriti.

Námskeiðsgögn: Nemendur fá möppu með ýmsum upplýsingum; sýnishornum, dæmum, leiðbeiningum um notkun myndvinnsluforritsins, aðferðir við hugmyndavinnu og ýmsum fróðleik um ljósmyndun.

Nemendur verða að hafa aðgang að eigin myndavél og taka hana með sér í kennslustundir. Einnig er frjálst að nota símamyndavélar.

Mælst er til þess að nemendur taki með sér nestisbita. Örbylgjuofn, ísskápur og mínútugrill er á staðnum ásamt öllum helsta eldhúsbúnaði.

Nemendum er frjálst að hafa samband við kennara utan kennslustunda til að fá leiðbeiningar um verkefni eða annað er varðar námskeiðið.

Kostnaður: Námskeiðið kostar kr. 28.000.

Bent er á að hægt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem gildir sem greiðsla upp í námskeið og vinnustofur á hans vegum.

Til að sækja um námskeiðið, kaupa gjafakort eða til að fá frekari upplýsingar er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst, info@ljosmyndaskolinn.is eða í síma 562-0623.