Námsmat og einkunnir

Frammistöðumat er uppfært stöðugt og á 1. til 3. önn þurfa nemendur að sýna að þeir hafi náð viðfangsefni hvers áfanga fyrir sig áður en næsti áfangi er tekinn. Námsmat er framkvæmt við verkefnaskil nemenda og í lok áfanga. Eru verkefni nemenda þá metin fullnægjandi eða ólokið. Nái nemandi ekki fullnægjandi árangri fær hann tækifæri til að endurgera verkefni og er þá boðið upp á viðbótarleiðsögn í þeim námsþætti eftir föngum.

2. önn lýkur með sýningu á verkum nemenda sem unnin er í nánu samstarfi við kennara skólans. 3. önn lýkur með Ljósmyndarýni þar sem nemandinn kynnir verk sín fyrir dómnefnd og fær umsögn þeirra. 4. önn lýkur með skýrslu nemandans þar sem hann leggur fram hugmyndir að vinnuferli sínu fyrir 5. önnina en einnig með Ljósmyndarýni. 5. önn lýkur með lokasýningu nemenda ásamt því sem þeir skila inn lokaritgerð og möppu (portfolio) með verkum sínum. Fyrir lokaskil og vinnu hverrar annar eru gefnar einkunnir. Einkunnir eru gefnar í heilum og hálfum tölustöfum á skalanum 1-10. Lámarkseinkunn hvers áfanga er 5. Í vissum tilvikum er niðurstaða úr áfanga skilgreind með L þegar nemandi hefur lokið honum. Í einhverjum tilfellum er mögulegt að hluti af fyrra námi sé metinn til jafns við tiltekna áfanga Ljósmyndaskólans og er þá niðurstaða þess áfanga skilgreind með M. Forsendur einkunnagjafar eru:

Screen Shot 2015-12-10 at 9.59.15 AM

 

Í lok 2. og 5. annar fá nemendur skriflega umsögn þar sem kemur fram mat á vinnulagi nemanda. Það sem lagt er til grundvallar slíku mati er:

  • Þekking á námsefninu.
  • Úrvinnsla og hagnýting þekkingarinnar.
  • Vinnuhraði og fagmennska.
  • Ástundun.
  • Frumleiki.
  • Listfengi.
  • Vinnubækur.
  • Þátttaka í tímum.

Til að flytjast á milli anna þarf nemandi að hafa lokið tilskildum lágmarksárangri.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn