Nú er fjöldi nýrra námskeiða komin í auglýsingu á heimasíðunni. Kíkið endilega á flipann Námskeið á heimasíðu Ljósmyndaskólans.
Má þar nefna að í fyrsta sinn bjóðum við upp á stutt byrjendanámskeið í filmuframköllun og stækkun nú í júní.
Eins verður nú í júní boðið upp á fimm daga námskeið með stórlistakonunni Agnieszku Sosnowska. Þar mun hún leggja áherslu á beitingu sjálfsmynda á skapandi máta.
Einnig höfum við bætt við ljósmyndanámskeiði fyrir börn og unglinga nú í júní en þau hafa mælst afskaplega vel fyrir og við munum svo bjóða upp á hin geysivinsælu byrjendanámskeið í ljósmyndun – Ljósmyndun 1, seinnipart sumars og næsta haust.
Þessi námskeið öll verða kennd í húsnæði Ljósmyndaskólans að Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.
Skráning fer fram á info@ljosmyndaskolinn.is
Nánari upplýsingar um námskeiðin má fá með því að senda póst á netfangið: info@ljosmyndaskolinn.is eða með því að hringja í síma 5620623. Eins minnum við á að hjá Ljósmyndaskólanum er hægt að kaupa gjafakort sem nota má sem greiðslu upp í námskeiðin sem haldin eru á hans vegum. Þá er bara best að hringja í okkur eða senda póst.
Umsækjendum er bent á að í mörgum tilfellum er hægt að leita styrkja hjá starfsmenntunarsjóðum stéttarfélaga fyrir námskeiðsgjöldum.
Þess má líka geta að nú í ágúst munu ljósmyndararnir Einar Falur og Rax halda vinnustofu á vegum Photoxpeditions líkt og nokkur undanfarin ár. Vinnustofan mun verða hér á Hólmaslóðinni í húsnæði Ljósmyndakólans og stendur hún dagana 6. – 15. ágúst 2017.
Nánar má lesa um þá vinnustofu og tekið er við skráningu á vef fyrirtækisins photoxpeditions.is
Myndin sem fylgir færslunni er eftir Agnieszku Sosnowska.