Samtök sjálfstæðra listaskóla
Samtök sjálfstæðra listaskóla voru stofnuð árið 2017 og eru þau samstarfsvettvangur sjálfstæðra listaskóla á Íslandi, www.listaskolar.is og FB síða
Tilgangur samtakanna er að gæta sameiginlegra hagsmuna skólanna og nemenda þeirra, efla listkennslu á framhalds- og háskólastigi, deila þekkingu og reynslu milli skólanna og tryggja eðlilega námsframvindu nemenda skólanna.
Því hyggjast samtökin m.a. ná með samvinnu á breiðum grundvelli og stuðningi, ráðgjöf og þekkingarmiðlun milli aðildarskólanna.
Skólarnir sem standa að samtökunum eru:
Skólarnir eru ólíkir og starfsemi þeirra með ólíku sniði þó allir kenni þeir listir. Þess vegna eru opin hús hjá þeim á mismunandi dögum og tíma en hér fyrir neðan eru upplýsingar um hvenær er opið á hverjum stað.
Opin hús skólanna eru sem hér segir:
Ljósmyndaskólinn, Hólmaslóð 6
Föstudaginn 23. febrúar kl. 15:00 – 18:00 og laugardaginn 24. febrúar frá kl. 13:00 – 16:00
Kvikmyndaskóli Íslands, Grensásvegi 1
Fimmtudaginn 22. febrúar frá kl. 13:00 – 18:00
Klassíski Listdansskólinn Grensásvegi 13,
Laugardaginn 24. febrúar frá kl. 14:00 – 17:00
Menntaskóli í tónlist, Rauðagerði 27
Fimmtudaginn 22. febrúar frá kl. 15:00 – 18:00
Myndlistaskólinn í Reykjavík, Hringbraut 121
Fimmtudaginn 22. frá kl 10-17 og föstudaginn 23. febrúar frá
Söngskólinn í Reykjavík, Reykjavík, Snorrabraut 54
Föstudaginn 23. febrúar frá kl. 10:00 – 12:00
Söngskóli Sigurðar Demetz, Ármúla 44
Laugardaginn 24. febrúar frá kl. 14:00 – 18:00
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest!