Samtökin eru regnhlífarsamtök sjálfstæðra listaskóla á Íslandi. Starfsemi þeirra er fjölbreytt en allir eiga þeir það sameiginlegt að bjóða upp á listnám.
Dagana 20. – 22. febrúar standa Samtök sjálfstæðra listaskóla fyrir Opnum dögum.
Þá gefst öllum tækifæri á að koma í skólana og að kynna sér starfsemi þeirra og fjölbreytta listnámskostina sem þar eru í boði. Nemendur og kennarar verða við dagleg störf en að auki verður ýmislegt í boði tengt viðfangsefnum hvers og eins skóla.
Þeir skólar sem opna sínar dyr að þessu sinni eru Klassíski listdansskólinn, Kvikmyndaskóli Íslands, Ljósmyndaskólinn, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Söngskóli Sigurðar Demetz og Söngskólinn í Reykjavík.
Nánari upplýsingar um opnunartíma skólanna er að finna á vefsíðu samtakanna, listaskolar.is og síðum viðkomandi skóla.
Skólarnir eru með opið hús í sínum húsakynnum á eftirfarandi tímum:
Klassíski listdansskólinn
– Laugardaginn 22. febrúar kl. 11:00-15:00.
Kvikmyndaskólinn
– Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 13:00-16:00.
Ljósmyndaskólinn
– Föstudaginn 21. febrúar kl. 15:00-18:00 og laugardaginn 22. febrúar kl. 12:00-17:00.
Myndlistaskólinn í Reykjavík
– Föstudaginn 21. febrúar kl. 10:00-18:00.
Söngskólinn í Reykjavík
– Föstudaginn 21. febrúar kl. 12:00-16:00.
Söngskóli Sigurðar Demetz
– Laugardaginn 22. febrúar kl. 12:30-16:00.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum skólanna og á www.listaskolar.is.
Hlökkum til að sjá ykkur!