Dagana 21. febrúar, 15.00 – 18.00 og laugardaginn 22. febrúar frá 12.00 – 17.00 verða Opnir dagar í Ljósmyndaskólanum. Eru þeir hluti af Opnum dögum Samtaka sjálfstæðu listaskólanna sem eru regnhlífarsamtök sjálfstæðra listaskóla á Íslandi, skóla þar sem kenndur er dans, söngur, myndlist, tónlist, kvikmyndagerð og ljósmyndun. Markmið þessara sameiginlegu Opnu daga allra skólanna er að opna skólana fyrir gestum og gangandi og að kynna það fjölbreytta nám sem þar er í boði.
Á Opnum dögum í Ljósmyndaskólanum ætla nemendur meðal annars að vera með ljósmyndamarkað. Þar verður hægt að kaupa prent og verður úrvalið fjölbreytt.
Áður hefur verið staðið fyrir ljósmyndamarkaði með þessum hætti í t.d. Bíó Paradís og þar hefur margur fundið góða gjöf eða bara flott ljósmyndaverk til að hengja upp heima hjá sér!
Hér má sjá dæmi um nokkur þeirra verka sem verða til sölu:
Verið hjartanlega velkomin til okkar á Opna daga. Kaffi á könnunni og nemendur og starfsfólk á svæðinu og hægt að spyrja og spá í námið og annað sem tengist skólanum og námi í ljósmyndun.
/sr.