Pamela Perez sem er nemandi á 3. ári Ljósmyndaskólans á myndina í haus vefsíðunnar að þessu sinni.
Myndin er hluti verkefnis sem hún er með í vinnslu. Verkefnið er ljósmyndadagbók sem endurspeglar líf hennar og stórfjölskyldunnar. Myndin sem prýðir haus vefsíðu skólans er sjálfsmynd, tekin í Kaliforníu en blóm, gróður og náttúran í heild eru með ýmsum hætti gjarnan viðfangsefni í verkum Pamelu.
Fleiri verk Pamelu má sjá á Instagramreikningi hennar. (https://www.instagram.com/_pamelu_/)
/sr.