Félag filmuljósmyndara á Íslandi heldur sína árlegu samsýningu dagana 22. október til 6. nóvember í Grafíksalnum, Galleríi Íslenskrar Grafíkur, Tryggvagötu 17 (gengið er inn hafnarmegin).
Þar eru sýnd verk eftir 14 ljósmyndara sem allir kanna víðfemar lendur hliðrænnar ljósmyndunar. Sem dæmi um aðferðir má nefna; gum bichromate og pappírsnegatívur sem og hefðbundnari stækkanir og stafræna prentun skannaðra negatíva. Þarna má fá innsýn í heim myndrænnar sköpunar handan stafrænnar tækni – filman lifir enn!
Hvetjum við allt áhugafólk um ljósmyndun og myndlist almennt til að kíkja við í Grafíksalnum.
Félag filmuljósmyndara á Íslandi var stofnað til að styðja við ljósmyndara sem enn vinna með filmumyndavélum, bæði atvinnumenn og áhugaljósmyndara. Heimasíða féagsins er http://film.shoot.is/
Sýningin opnar laugardaginn 22. október kl. 14:00 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14:00-17:00 til 6. nóvember.
/sr.