Skólafundur

Skólastjóri Ljósmyndaskólans skal boða til skólafundar einu sinni á hverju skólaári. Þar skal starfsemi Ljósmyndaskólans kynnt og boðið upp á umræður um þróun hans. Á skólafundum sitja, auk skólastjóra, framkvæmdastjóra og fagráðs, fulltrúar nemenda úr hverjum árgangi. Skólafundur er vettvangur fyrir umræðu um fagleg málefni innan Ljósmyndaskólans og fræðilega stefnumótun.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn