Skólastjóri Ljósmyndaskólans skal boða til skólafundar einu sinni á hverju skólaári. Þar skal starfsemi Ljósmyndaskólans kynnt og boðið upp á umræður um þróun hans. Á skólafundum sitja, auk skólastjóra, framkvæmdastjóra og fagráðs, fulltrúar nemenda úr hverjum árgangi. Skólafundur er vettvangur fyrir umræðu um fagleg málefni innan Ljósmyndaskólans og fræðilega stefnumótun.