Skólagjöld

Nemendur greiða skólagjöld fyrir setu í Ljósmyndaskólanum.

Stjórn skólans ákveður fjárhæð skólagjalda og greiðslufyrirkomulag.

Skólagjöld við Ljósmyndaskólann skólaárið 2023-2024 eru kr. 680.000 fyrir hverja önn.

Nemendur greiða 10% af skólagjöldum haustannar sem staðfestingargjald.

Staðfestingargjald er ætíð óafturkræft.

Ljósmyndaskólinn er einkarekinn skóli sem byggir afkomu sína á skólagjöldum nemenda.

Eftirfarandi meginreglur gilda um skólagjöld:

  • Í skólagjöldunum er innifalinn kostnaður vegna kennslu og aðstöðu nemenda til að stunda nám við skólann. Nemendur hafa aðgang að sérútbúnum rýmum svo sem fullbúnu stúdíói, myrkraherbergi og tölvuveri. Einnig hafa þeir aðgang að góðu bókasafni og að tækjaleigu þar sem hægt er að fá lánaðar myndavélar og ýmsan ljósmyndabúnað.  Nemendur fá úthlutað prentkvóta á hverri önn.
  • Nemendur standa sjálfir straum af  kostnaði vegna harðra diska til vistunar eigin gagna, filmukaupa og prentunar utan þess  prentkvóta sem úthlutað er á hverri önn. Nemendur bera einnig  kostnað sem til fellur vegna framleiðslu á efni fyrir nemendasýningar og ýmislegs annars sem til  fellur á námstímanum.
  • Skólagjöld verða að vera að fullu greidd fyrir upphaf hverrar annar.
  • Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nám er hafið.
  • Með greiðslu skólagjalda skuldbindur nemandi sig til að greiða að fullu fyrir heilt námsár þrátt fyrir að hann kjósi af einhverjum ástæðum að hætta námi eða að gera hlé á námi sínu.
  • Nemandi útskrifast ekki af námsbrautum skólans án þess að hafa að fullu staðið í skilum með skólagjöld námsársins.
  • Greiðsla er innt af hendi í tvennu lagi, annars vegar fyrir 1. önn áður en nám hefst og hins vegar fyrir 2. önn áður en kennsla hefst eftir áramót, samtals kr. 1.360.000.
  • Viðskipti milli nemanda og Ljósmyndaskólans vegna skólagjalda eru ekki á ábyrgð annarra en nemanda og Ljósmyndaskólans.
  • Sjái nemandi sér einhverra hluta vegna ekki fært að standa í skilum við Ljósmyndaskólann er hægt að hafa samband við skólastjóra/framkvæmdastjóra og óska eftir samningi um greiðsludreifingu. Það verður þó að gerast fyrir eindaga reiknings sem að öðrum kosti fer í innheimtu með tilheyrandi kostnaði. Við slíkan formlegan samning um greiðsludreifingu tekur nemandinn á sig þann aukakostnað sem skólinn hefur af fyrirkomulaginu.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna