Skólagjöld

Nemendur greiða skólagjöld fyrir setu í Ljósmyndaskólanum. Stjórn skólans ákveður fjárhæð skólagjalda og greiðslufyrirkomulag.

Skólagjöld við Ljósmyndaskólann skólaárið 2018-2019 eru kr. 680.000 fyrir hverja önn.

Þegar nemendur hafa hlotið inngöngu í skólann á 1. önn þurfa þeir að greiða 10% af skólagjöldum fyrstu annar sem staðfestingargjald.

Eftirfarandi meginreglur gilda um skólagjöld:

  • Í skólagjöldunum er innifalinn kostnaður vegna kennslu og aðstöðu nemenda til að stunda nám við skólann, þ.m.t. lán á myndavélum skólans, stúdíói, stúdíóbúnaði, aðgangur að myrkraherbergi, tölvuveri og öðrum búnaði. Flest skólagögn eru jafnframt innifalin að undanskildum kostnaði vegna harðra diska til vistunar eigin gagna, filmukaupa/vinnslu, prentunar, stækkunar mynda, gerðar sýningarefnis og ýmislegs smálegs sem til  fellur á námstímanum.
  • Nemendur hefja ekki nám á önn fyrr en gengið hefur verið frá greiðslu skólagjalda.
  • Skólagjöld fást ekki endurgreidd eftir að nám er hafið.
  • Þegar nemandi hefur nám á 1. önn hvorrar námsbrautar skuldbindur hann sig að greiða fyrir nám til eins skólaárs í senn þrátt fyrir að hann kjósi af einhverjum ástæðum að hætta námi.
  • Viðskipti milli nemanda og Ljósmyndaskólans vegna skólagjalda eru ekki á ábyrgð annarra en nemenda og Ljósmyndaskólans.

Lendi nemandi Ljósmyndaskólans í stórfelldu áfalli, slysi eða sjúkdómum, þannig að hann neyðist til að hætta námi getur hann sótt um endurgreiðslu skólagjalda. Slík erindi skal senda stjórn skólans þar sem kynntar eru ástæður brotthvarfs úr námi. Erindinu skal fylgja læknisvottorð. Komi til endurgreiðslu skal dregið frá gjald fyrir þann námstíma sem liðinn er af önninni.
Umsóknarfrestur fyrir nám á skólaárinu 2019-2020 er til og með 5. júní 2019.

 

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn