LILI4LL02 Að lifa af í listheiminum, 1. hluti, 2 Fein

Markmið áfangans er að nemendur skilgreini ætlanir og markmið með ljósmyndun, greini áhrifavalda sína og rannsaki hverju þeir vilja koma á framfæri.

Nemendur eru kynntir fyrir mismunandi eiginleikum ólíkra samfélagsmiðla og mikilvægi þeirra til kynningar. Skoðaðar eru leiðir til að nota slíka miðla til kynningar og hvað ber að hafa í huga og hvað að varast. Nemendur hljóta þjálfun í því að vinna efni og upplýsingar til birtingar á mismunandi samfélagsmiðlum.

Í lok áfangans er ætlunin að nemendur hafi hlotið nokkra yfirsýn yfir og þekkingu á eðli ólíkra samfélagsmiðla og mikilvægi þeirra. Þeir eiga að hafa öðlast nokkurn skilning á því að til að geta sem best kynnt verk sín á samfélagsmiðlum þarf hver og einn að hafa rannsakað eigin ætlanir og markmið. Nemendur hafa fengið kynningu á  og þjálfun í vinnubrögðum við að safna efni, vinna það og birta á ólíkum miðlum.

Fyrirlestrar, sýnikennsla, hópvinna: 10 stundir

Eigin verkefnavinna: 38 stundir

Námsmat: einstaklings- og hópverkefni

Ráðlagt lesefni:

  • Volk, Larry: No Plastic Sleeves: The Complete Portfolio Guide for Photographers and Designers.Focal Press.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn