LILI 202 Að lifa af í listheiminum, 1. hluti, 2 Fein

LILI 202 Að lifa af í listheiminum, 1. hluti, 2 Fein

Markmið áfangans er að kynna nemendum mismunandi eiginleika ólíkra samfélagsmiðla og mikilvægi þeirra og skoðaðar eru ýmsar leiðir til að nota slíka miðla til kynningar. Nemendur eru hvattir til að rannsaka ólíka eiginleika þessara miðla og til að skoða og skilgreina um leið eigin ætlanir og markmið varðandi ljósmyndun. Þeir eru kynntir fyrir því hvernig best er að vinna efni og að standa að því að birta myndir og upplýsingar um sjálfa sig á mismunandi samfélagsmiðlum. Farið er í skipulag og grundvallaratriði þess að setja upp og birta efni á nemendasvæði á heimasíðu skólans.

Nemendur gera ritgerð um áhrifavalda sína, kynningu um sjálfa sig og hópverkefni.

Kennari bendir á námsefni af ólíku tagi.

Í lok áfangans er ætlunin að nemendur hafi hlotið nokkra yfirsýn yfir og þekkingu á eðli ólíkra samfélagsmiðla og mikilvægi þeirra. Þeir eiga að hafa öðlast nokkurn skilning á því að til að geta sem best kynnt verk sín og vinnubrögð á samfélagsmiðlum þarf hver og einn að hafa rannsakað eigin ætlanir og markmið. Nemendur hafa fengið kynningu á vinnubrögðum við að safna efni, vinna það og birta á ólíkum miðlum. Þeir hafa enn fremur fengið reynslu í að vinna efni og setja inn á persónulegt svæði hvers og eins á heimasíðu skólans.

Fyrirlestrar, sýnikennsla, hópvinna: 10 stundir

Eigin verkefnavinna: 38 stundir

Námsmat: ritgerð, einstaklings- og hópverkefni

Ráðlagt lesefni:

  • Volk, Larry: No Plastic Sleeves: The Complete Portfolio Guide for Photographers and Designers. Focal Press.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn