SLMV4SM02 Stafræn ljósmyndun, stafræn myndvinnsla, 3. hluti, 2 Fein

Markmið áfangans er að auka nemendum sjálfstæði í stafrænni myndvinnslu og prentun og að aðstoða þá við að ná tökum á persónulegum stíl. Kennsla fer að mestu leyti fram með einkatímum og aðstoð í tölvuveri.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa gott vald á helstu þáttum stafræna myrkraherbergisins, geta sýnt persónuleg stílbrögð og unnið sjálfstætt að úrlausn verkefna. Kennari bendir nemendum á lesefni sem hentar verkefnum og áherslum.

Einkatímar, vinna undir handleiðslu: 15 stundir.

Eigin vinna: 33 stundir.

Námsmat: verkefni og umsögn.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn