Tímaritaljósmyndun

Tímaritaljósmyndun

Markmið áfangans er að nemendur öðlist þekkingu á tímaritaljósmyndun og hljóti æfingu í því vinna sérhæft viðfangsefni inn í þröngt afmarkaðan ramma. Nemendur skoða mörg og ólíkt tímarit og ræða innihald og áherslur. Velja tegund tímarits og vinna verkefni fyrir þetta tiltekna tímarit. Verkefnið felst í því að skila 4-6 opnum mynda eða myndum sem standa með texta og forsíðu. Gæta þarf að samfellu í myndaröðinni og samræmi við texta. Efnistök eru persónubundin. Nemendur vinna rannsóknarvinnu fyrir tökur og fá ábendingar frá kennara um lesefni sem hentar hverju verkefni.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa öðlast nokkra innsýn í starf tímaritaljósmyndara og fengið reynslu í að vinna verkefni inn í þröngt afmarkaðan ramma.

Fyrirlestrar, málstofa, vinna undir handleiðslu: 30 stundir.
Eigin verkefnavinna: 20 stundir.
Námsmat: Verkefni.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn