Námbraut í skapandi ljósmyndun 2. 3. önn

720 námsstundir. Fyrirlestrar 25 stundir. Sjálfstæð verkefnavinna og vinna undir handleiðslu, 695 stundir.

Helstu námsþættir og áherslur

Á þessari lokaönn námsins er megináhersla á sjálfstæða vinnu nemenda og vinnu þeirra undir handleiðslu kennara. Nemendur leggja lokahönd á það verkefni að byggja upp feril sem skapandi listamenn. Hver nemandi lýkur gerð markaðsáætlunar og eigin reikningi á völdum samfélagsmiðli til kynningar. Einnig vinnur hann fræðilega ritgerð og útskýrir þar hugmyndalegt inntak verka sinna og tengir við hugmyndafræði, strauma eða stefnur. Hver nemandi þarf einnig að standa skil á verki eða verkum á samsýningu nemenda í lok annar.

Markmið í lok annar

  • Að nemendur hafi staðið skil á markaðsáætlun, efni til kynningar á samfélagsmiðli, lokaritgerð og lokaverkefni á sýningu.
  • Að nemendur séu sjálfstæðir í vinnubrögðum og búi yfir gagnrýnni vitund um verkefni sín og úrlausnarleiðir.
  • Að nemendur séu færir um framsetningu persónulegra myndverka.
  • Að nemendur geti í skrifum og umræðum beitt greinandi aðferðum á verk sín og annarra og sett í mismunandi hugmyndafræðilegt samhengi.
  • Að nemendur hafi hlotið innsýn í almennan sýningarundirbúning og átti sig á mikilvægi uppsetningarmáta verka.

 

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn