SJST 517 Sjálfstæð verkefnavinna, 17 Fein

SJST 517 Sjálfstæð verkefnavinna, 17 Fein

Markmið áfangans er að hver nemandi vinni og skili fullbúnu verki eða verkum á samsýningu nemenda í lok annarinnar. Í áfanganum vinnur nemandinn að verkefni sem verður framlag hans á lokasýningu nemenda og velur sér leið og útfærslu þess innan ramma skapandi ljósmyndunar. Umsjónarkennari/kennarar eru með áfanganum sem halda utan um vinnuna, stýra sameiginlegum vinnufundum með nemendum, veita ráð og gera tillögur að úrlausnum og útfærslum. Lokaverkefnið er sjálfstæð vinna nemenda en þó undir handleiðslu leiðbeinanda og umsjónarkennara áfangans. Ætíð er kappkostað að nemendur fái leiðbeinanda við hæfi. Geta þeir verið úr föstu kennaraliði skólans, úr hópi fyrirlesara eða hver annar sá sem skólastjóri skólans metur hæfan til að takast verkefnið á hendur. Umsjónarkennari er jafnframt sýningarstjóri samsýningar nemenda í lok annar, stýrir uppsetningu verka og framkvæmd sýningarundirbúnings.

Mánuði fyrir annarlok kynna nemendur lokaverkefni sitt og verja fyrir rýninefnd skólans. Lokamat rýninefndar skólans á verkum nemenda fer fram fyrir sýningaropnun. metur nefndin þá framlag nemenda á sýningunni og gefur einkunn og umsögn um verkin á henni.

Námsmat: Samsett einkunn sem byggir á mati á vinnu nemandans, frammistöðu í mismunandi þáttum áfangans og einkunn rýninefndar fyrir lokaverkefni á sýningu. Umsagnir umsjónarkennara, leiðbeinanda og rýninefndar.

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Nánar um skólann

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Sækja um

Instagram#ljosmyndaskolinn