Tvö byrjendanámskeið í Ljósmyndun 1 verða í boði nú í mars og apríl. Fyrra námskeiðið verður kennt 21., 23., og 27. mars en seinna námskeiðið 27. apríl, 2. og 4. maí. Eins og fyrr er kennt frá kl. 18.00-21.00 og er þar farið í grundvallaratriði þess að byrja að skapa eigin myndir. Hvort námskeið kostar kr. 29.000.
Upplýsingar um þessi námskeið og önnur sem haldin eru á vegum Ljósmyndaskólans, er að finna á heimasíðu skólans undir flipanum námskeið.
Sérstaklega bendum við þó á námskeið í Lightroom fyrir byrjendur sem hefst nú 27. febrúar.
Bent er á að mögulegt er að kaupa gjafakort hjá Ljósmyndaskólanum sem hægt er að nota sem greiðslu upp í ýmis námskeið á hans vegum.
Til að sækja um námskeiðið, kaupa gjafakort eða til að fá frekari upplýsingar er hægt að skrifa tölvupóst á netfangið info@ljosmyndaskolinn.is eða að hringja í síma 5620623.