Um skólann

Untitled-1Ljósmyndaskólinn ehf starfar með viðurkenningu Menntamálaráðuneytisins sem sérskóli á framhaldsskólastigi skv. lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008. Skólinn hefur verið starfræktur síðan 1997 og hét fyrst Ljósmyndaskóli Sissu. Í upphafi bauð skólinn upp á styttri námskeið en síðar tveggja anna nám í skapandi ljósmyndun. Frá og með skólaárinu 2007-2008 hefur verið boðið upp á fimm anna fullt nám (150 Fein einingar) í skapandi ljósmyndun við skólann.

Markmið skólans er að kenna ljósmyndun, að auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara með listsköpun að leiðarljósi.

Í ljósmyndun samtvinnast tæknilegir og listrænir þættir. Því er áhersla lögð á kennslu í tækni sem varðar ljósmyndun til jafns við kennslu í aðferðum við listsköpun en einnig er kennd listasaga og listfræði. Í náminu eru nemendur hvattir til gagnrýninnar og skapandi hugsunar, lögð áhersla á að þeir temji sér öguð vinnubrögð og sjálfstæði í verkum .

Markmiðið er að nemendur verði færir um markvissa og persónulega framsetningu á myndverkum af ólíkum toga að námi loknu.

Stefna Ljósmyndaskólans er að standast fyllilega samanburð við sambærilega skóla erlendis og vera þar í fremstu röð. Skólinn er í samstarfi við The Glasgow School of Art og Arts University Bournemouth. Geta nemendur Ljósmyndaskólans sótt um að ljúka þar námi til BA-gráðu eða sótt um hæfnismat til inngöngu í meistaranám.

Auk skólastjóra og fagstjóra tæknikennslu kennir stór hópur helstu ljósmyndara landsins við skólann en einnig grafískir hönnuðir, myndlistarmenn og fagfólk í ýmsum tengdum greinum.

Þær kröfur eru gerðar til allra kennara og fyrirlesara skólans að þeir séu með nám og/eða mikla starfsreynslu að baki í þeirri grein sem þeir kenna.  Allir kennarar skólans eru starfandi í sínu fagi og hafa getið sér gott orð fyrir störf sín.

Ljósmyndaskólinn ehf. er í einkaeigu en skólastjóri og fjármálastjóri standa að daglegum rekstri í umboði stjórnar skólans.

Ljósmyndaskólinn ehf.
Hólmaslóð 6
101 Reykjavík
Sími: 562 0623
info@ljosmyndaskolinn.is

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn