Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans

aa

Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans

Föstudaginn þann 29. maí verður Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans haldin en með örlítið breyttu sniði þó. Að þessu sinni sýna nemendur Námbrautar í skapandi ljósmyndun 1 afrakstur vetrar utandyra, í portinu við Hólmaslóð 6.

Viðburðurinn hefst kl. 17.00 og stendur til 19.00 á föstudaginn en sýningin verður svo opin fram á helgina eins og veður og vindar leyfa.

Vonumst til að sjá sem flesta í hátíðarskapi.