Uppskeruhátíð – Opnir dagar í Ljósmyndaskólanum helgina 11. -13. maí.
Þessa daga munu nemendur Ljósmyndaskólans sýna afrakstur af vinnu vetrarins og veita leiðsögn um verk sín og portfólíur.
Heitt verður á könnunni og nemendur og starfsfólk verða á staðnum til að spjalla við gesti og svara spurningum um skólann og námið.
Þetta er kjörið tækifæri til að koma í Ljósmyndaskólann, kynnast gróskumiklu skólastarfi og sjá fjölbreytt verkefni nemenda.
Opið verður í Ljósmyndaskólanum Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.
Föstudaginn 11/5 kl. 17.00 – 19.00
Laugardaginn 12/5 kl. 11.00 – 17.00
Sunnudaginn 13/5 kl. 11.00 – 17.00
Allir eru velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Myndin sem fylgir færslu er eftir Önnu Margréti Árnadóttur nemanda á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.
/sr.