Þann 10. janúar 2020 kl.17.00 verður sýning útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans opnuð. Að þessu sinni eru það sex nemendur sem útskrifast frá skólanum en þau hafa öll stundað nám á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 og 2 síðustu fimm misseri.
Útskriftarnemendurnir eru:
Anna Margrét Árnadóttir, Gissur Guðjónsson, Hrafna Jóna Ágústsdóttir, Hjördís Halla Eyþórsdóttir, Linda Björk Sigurðardóttir og Ívar Helgason.
Viðfangsefni útskriftarnemenda og aðferðir spanna vítt svið ljósmyndunar og takast þau á við ólík málefni út frá mismunandi forsendum, listrænni sýn og fagurfræði.
Sýningin verður að Hólmaslóð 6 og verður opin sem hér segir:
Opunartími:
Lau. 11/1 12.00 -18.00
Sun. 12/1 12.00 -18.00
Þri. 14/1 12.00 – 18.00
Mið. 15/1 12.00 -18.00
Fim. 16/1 12.00 -18.00
Fös. 17/1 12.00 -18.00
Lau. 18/1 12.00 -18.00
Sun. 19/1 12.00 – 18.00
Útskriftarnemendur verða á sýningarstað á opnunartíma og veita leiðsögn um sýninguna.
Mynd á auglýsingu er eftir Hröfnu Jónu Ágústsdóttur.
/sr.