Þessa dagana eru nemendur þriðja ársins í óða önn að leggja lokahönd á frágang útskriftarverka sinna og uppsetningu sýningarinnar í Lækningaminjasafninu á Seltjarnarnesi.
Sýningin opnar föstudaginn þann 12. janúar kl. 17.00 og er þann dag opin til kl. 19.00.
Opnunartímar:
Laugardaga og sunnudaga kl. 12.00 – 18.00
Fimmtudaga – föstudaga kl. 15.00 – 19.00
Sýningin stendur til sunnudagsins 4. febrúar og verður hluti af Safnanótt sem haldin er á Vetrarhátíð. Opnunartímar á Safnanótt verða auglýstir síðar.
Mynd með færslu á Sara Björk Þorsteinsdóttir.
/sr.