Hér að neðan má sjá myndir af verkum útskriftarnemenda Ljósmyndaskólans í sýningarrýminu en að þessu sinni voru það 7 nemendur sem útskrifuðust frá skólanum; þau Elma Karen, Hafsteinn Viðar Ársælsson, Hanna Siv Bjarnardóttir, Laufey Elíasdóttir, Steinunn Gríma Kristinsdóttir, Steve Lorenz og Þórdís Ósk Helgadóttir. Viðfangsefni þeirra í lokaverkefninu voru ólík og fjölbreytt, meðal annars heimilisofbeldi, föðurmissir, fólksflótti úr sveitum landsins, kynþroski ungra stúlkna, aðskilnaður og einmanaleiki.