Vigdís Heiðrún Viggósdóttir sýnir um þessar mundir í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin hefur yfirskriftina Heimasætan/Sveitapiltsins draumur og lesa má um hana á heimasíðu Ljósmyndasafnsins.
Í þessum verkum rýnir Vigdís í skúmaskot mannlegra tilfinninga og reynir að fanga á myndrænan hátt margbreytilegt tilfinningaróf mannsins. Hægt er að kynna sér Vigdísi nánar með því að fara á vefsíðu hennar. Þess má geta að Vigdís útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum árið 2014.
Sýningin stendut til 21. mars 2017 og er opin á opnunartíma safnsins.
Mánudaga – fimmtudaga: 10:00 – 18:00
Föstudaga: 11:00 – 18:00 og um helgar er opið frá kl. 13:00 – 17:00.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá opnuninni hjá Vigdísi í húsakynnum Ljósmyndasafnsins sem nú hefur gengið í gegnum endurbætur.
/sr.