HUGM4ÞV02 Aðferðir við listsköpun 2. hluti, 2 Fein

Markmið áfangans er að kynna nemendum aðferðir listsköpun. Áhersla er einkum lögð á að nemendur tileinki sér vinnubrögð við rannsóknarvinnu. Hljóta nemendur þjálfun í  rannsókanrvinnu með því að vinna að rannsóknarverkefni undir handleiðslu kennara. Eins hljóta þeir þjálfun í því að útskýra eigin hugmyndir og verkáætlun og þurfa að geta rökstutt úrlausnarleiðir verkefnis.

 

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð tökum á því að beita rannsókn sem aðferð við listsköpun. Þeir eiga að hafa hlotið þjálfun í að halda utan um slíka vinnu með skipulögðum hætti, vera færir um að kynna hugmyndir sínar, útskýra uppsprettu þeirra og að færa rök fyrir úrlausnarleiðum.

 

Fyrirlestrar, málstofur, vinna undir handleiðslu, hóptímar, einkatímar: 20 stundir.

Eigin verkefnavinna: 28 stundir.

Námsmat: Vinnubók, málstofur og verkefni.

Ráðlagt lesefni:

  • Bussard, Katherine A.: So The Story goes: Photographs by Tina Barney, Philip-Lorca Dicorcia, Nan Goldin, Sally Mann, and Larry Sultan. Art Institute of Chicago.
  • Simmons Mike: Basics Creative Photography; Making Photographs, Planning, Developing and Creating Orginal Photography, Bloomsbury Publishing.

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn