Aðstaða

Untitled-1

Það er stefna skólans að bjóða upp á besta mögulega tækjakost í vel útbúnu og sérhönnuðu húsnæði. Nemendur hafa afnot af góðri vinnuaðstöðu í rúmgóðu húsnæði. Þar er fyrirlestrasalur, framköllunarherbergi með aðstöðu fyrir svarthvíta filmuframköllun, stórt myrkra-/stækkunarherbergi með sjö stækkurum og aðstöðu til að stækka filmur frá 35mm og upp í 4×5” blaðfilmu. Til staðar er rúmgott myndvinnslusvæði með skurðarhnífum, ljósaborði til skoðunar á filmum og ýmis búnaður til fullnaðarfrágangs á myndefni. Myndver (stúdíó) nemenda eru tvö 50 m2 og 65 m2 rými. Þar er hátt til lofts og hentugt að vinna með margskonar gerðir lýsinga. Tölvuver nemenda er vel búið tölvum til myndvinnslu ásamt skanna, prentara og öðrum tilheyrandi tölvubúnaði. Að auki fylgir aðstöðu nemenda bókasafn, setustofa og kaffiaðstaða. Hver nemandi fær úthlutað plássi í geymsluskáp.

Nemendur hafa aðgang að vinnuaðstöðunni hvenær sem þeim hentar á meðan þeir stunda nám við skólann. Nemendum stendur til boða að fá lánaðar ýmsar gerðir myndavéla og annan tækjabúnað sem nýtist þeim við úrlausnir verkefna. Ennfremur hafa þeir aðgang að stóru bókasafni um ljósmyndara, ljósmyndun og aðrar sjónlistir sem nýtist þeim við hverskonar verkefnavinnu.

 

Markmið skólans

er aÐ kenna ljósmyndun, aÐ auka veg ljósmyndunar á Íslandi og valmöguleika í menntun ljósmyndara meÐ listsköpun aÐ leiÐarljósi.

Námslán

LánasjóÐur íslenskra námsmanna lánar aÐ fullu fyrir skólagjöldum og framfærslu.

Instagram#ljosmyndaskolinn