Ferðamenn á Íslandi eru nú næstum fjórum sinnum fleiri á ári en íbúarnir.

Gamla miðbæjarstemningin í Reykjavík – með ósamstæðum húsum og fjölbreytilegu mannlífi, smáiðnaði, verslunum og listamönnum – er að víkja fyrir ferðamannaiðnaðinum. Gamli bærinn veitti skjól fyrir listamenn, rithöfunda, handversmenn og hvers kyns smáverslanir, en nú eru gömlu búðirnar og vinnustofurnar að víkja fyrir hótelum, minjagripaverslunum og erlendum veitingahúsakeðjum.

Helga Nína hefur myndað síðustu fulltrúa hins gamla miðbæjarlífs og sýnir okkur kunnuglega staði sem nú virðast orðnir svolítið gamaldags.

Portrett hennar vekja áleitnar spurningar: Hvað verður um menningu okkar? Hverfu erum við að fórna í sókn eftir skjótfengnum gróða? Og hverjir munu hafa áhuga á að heimasækja okkur þegar hér verður ekkert lengur að sjá nema Hard Rock og Dunkin’ Doughnuts ?

Texti: Jón Proppé