Sonja Margrét Ólafsdóttir – AMMA

aa

     

Sonja Margrét  Ólafsdóttir opnar sýninguna AMMA á NA – veggnum í verzlun Farmers Market á Grandanum, fimmtudaginn 31. maí kl. 17.00.

Sonja Margrét er með bakgrunn í listfræði en stundar nú nám á Námsbraut 2 í skapandi ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum.

Amma Sonju er garðyrkjubóndi sem býr og starfar á Flúðum. Í verkinu lýsir Sonja ömmu sinni, hvernig hún sér hana og upplifir. Þær tilfinningar sem hún tengir við hana. Umhverfi hennar og heimili.

Sonja segir um verkið “Við amma erum mjög nánar og höfum alltaf verið það. Mig langaði til þess að túlka tilfinningu og nánd í verkinu. Kyrrðin, hlýjan og vináttan sem ég finn þegar ég er í kringum hana.”

NA-veggurinn í verzlun Farmers Market á Grandanum hefur hýst sýningar ýmissa listamanna undanfarin ár. Má þar nefna Daníel Magnússon, Katrínu Elvarsdóttur, Önnu Jóelsdóttur, Heiðrúnu Kristjánsdóttur og Jón Sæmund Auðarson. “Amma” er fyrsta sýning Sonju Margrétar.

Opnun fimmtudaginn 31. maí frá 17-19. Léttar veitingar.  Allir velkomnir.

Nánar má sjá um viðburðinn hér https://www.facebook.com/events/180675905967444/