Ljósmyndaskólinn – langar þig í listnám? Opnir dagar 22. og 23. febrúar.

aa

 

Hefur þig langað í listnám?

Samtök sjálfstæðra listaskóla standa fyrir opnum dögum dagana 21.-23. febrúar. Þessa daga verða opin hús í skólunum og allir þeir sem fræðast vilja um starfsemi þeirra eru velkomnir.

Sjá dagskrá https://www.listaskolar.is/

 

Ljósmyndaskólinn er í Samtökum sjálfstæðra listaskóla og tekur þátt í opnum dögum. Opið verður hjá okkur fyrir gesti og gangandi tvo daga; föstudaginn 22. og laugardaginn 23. febrúar frá 13.00 – 16.00 báða dagana.
Skólinn verður þá opin öllum sem áhuga hafa á að kynna sér starf skólans, það nám sem boðið er upp á og síðast en ekki síst eru opnu dagarnir kjörið tækifæri fyrir alla þá sem áhuga hafa á að fræðast um skapandi ljósmyndun að kíkja í heimsókn.

Nemendur verða að störfum í skólanum og að vinna að ýmsum verkefnum. Vinnubækur og portfólíur liggja frammi til skoðunar, unnið verður að bókagerð og margt fleira verður í boði.

Sjón er sögu ríkari!

Hlökkum til að taka á móti ykkur.

/sr.