Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir var að útskrifast frá Elisava skólanum í Barcelóna.

aa

Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir var að útskrifast með mastersgráðu frá ljósmynda og hönnunardeildinni í  Elisava-skólanum í  Barcelóna. Gunnlöð er einn okkar fyrrverandi nemenda og útskrifaðist frá Ljósmyndaskólanum 2018.

Tíðindakona bloggsins setti sig í samband við Gunnlöðu, óskaði henni til hamingju með áfangann og spurði hana um útskriftarverkið.
Gunnlöð segir: Verkið heitir Obscure Presence og er í raun enn í vinnslu. Ég stefni að því að halda áfram með það og taka það lengra á næstu mánuðum/árum. 

Verkið byggir á sönnum sögum Íslendinga nútímans af samskiptum þeirra við kynjaverur eða kynni af yfirnáttúrulegum öflum. Sögunum safnaði ég saman og notaði sem grunn fyrir myndsköpunina. Myndirnar eru ýmist teknar á filmu, annars vegar á Mamiya 645 vél og hins vegar á Holga vél en einnig eru einhverjar þeirra stafrænar. Þær eru margar hverjar draumkenndar jafnvel óræðar en aðrar skýrari en búa yfir einhverskonar dulúð. Með sýningunni vil ég sýna hvað skilin milli raunveruleika og óraunveruleika geta verið óljós. Ég notaði mismunandi pappír og prent aðerðir, rammaði sumar myndana inn til þess að gera skilin meiri en halda þeim enn óljósum. Áhorfandinn verður að gera upp við sig hverju hann vill trúa og/eða sjá í myndunum.
Hér að  neðan má sjá nokkrar af myndunum úr útskriftarverki Gunnlaðar. Spennandi verður að sjá hvernig verkið þróast og hvort það verður ekki sýnt hér á Íslandi í náinni framtíð.
 
 
/sr.