3. árs nemendur á Paris Photo sýningunni -1. pistill.

aa

 

solny14990986_10210928593074563_6228178026484558271_o

Nemendur 3 árs Ljósmyndaskólans fóru á dögunum í útskriftarferð til Parísar; á sýninguna Paris Photo sem haldin var dagana 10. – 13. nóvember sl..  Eldri nemendur slóust í hópinn í ferðinni og ein þeirra; Sólný Pálsdóttir tók myndina sem fylgir í hér efst í færslunni. Hún er  býsna lýsandi fyrir sýninguna; bás við bás í höllinni Grand Palais og allir eru þeir stútfullir af spennandi bókum og sýningum. Enginn smáræðis hátíð þetta!

Paris Photo er alþjóðleg sýning helguð ljósmyndum og ljósmyndamiðlinum og hefur verið haldin er árlega síðan 1997  í París. Þar koma fulltrúar frá sýningarsölum, galleríum og útgefendum ljósmyndabóka víða um heim og kynna starfsemi sína.  Listamenn á þeirra snærum eru til viðtals og árita bækur og önnur verk. Ráðstefnunni er ætlað að auka við og dýpka skilning á ljósmyndinni sem miðli og að skerpa á stöðu hennar innan listheimsins. Gestir eru af öllum toga, lærðir sem leikir; safnar, listamenn, almenningur og áhugafólk um ljósmyndina í ýmsum skilningi. Á Paris Photo var vitaskuld margt að sjá og flestir komu heim klifjaðir af spennandi bókum af ólíkum toga.  Að jafnaði er að auki mikill fjöldi annarra ljósmyndatengdra viðburða í boði í Parísarborg þá daga sem sýningin er haldin svo það er af nógu að taka.

Atli og Sissa fóru með hópnum í ferðina og tíðindakona bloggsins náði Atla í stutt spjall og innti hann eftir því hvaða ljósmyndara hann hyggðist kynna sér nánar, nú að sýningunni lokinni.

Atli segir að hann hafi á sýningunni séð  margt áhugavert þar á meðal verk eftir Christina de Middle,  Namsa Leuba og Bettina Rheims  svo einungis nokkrir ljósmyndarar séu nefndir.  Hann ætli sannarlega að kynna sér þá ljósmyndara betur. Eins hafi hann séð magnað verk Paul Fusco- Funeral train -JFK og  þekkt verk Mitch Epstein úr seríunni The City og það hafi einnig verið mjög gaman. Ekki hafi svo spillt fyrir að sjá þarna verk eftir uppáhaldsljósmyndarann; Pieter Hugo og þar með er Atli rokinn í önnur verkefni.

Hér fyrir neðan má svo sjá nokkrar fleiri myndir af nemendum og starfsfólki skólans á sýningunni og stórglæsilegu sýningarrýminu.

161111-150704 161111-214411 161113-131607 pp-1unnamed img_3733

 

 

/sr.