Viltu kynna þér það fjölbreytta listnám sem sjálfstæðu listaskólarnir bjóða upp á?

Dagana 21. til 23. febrúar standa Samtök sjálfstæðra listaskóla fyrir kynningardögum en samtökin eru regnhlífarsamtök sjálfstætt starfandi listnámsskóla.

Að þessu sinni taka 3 skólar þátt í kynningardögunum en það eru Myndlistarskólinn í Reykjavík, Kvikmyndaskóli Íslands og Ljósmyndaskólinn.

Nánar má sjá um samtökin og viðburði hjá einstökum skólum á vef samtakanna.

Í Ljósmyndaskólanum verður Opið hús dagana 22. og 23. febrúar.

Upplagt er að nota þetta tækifæri til að  fræðast um diplómanám í skapandi ljósmyndun.

Ljósmyndaskólinn er til húsa að Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.

Verið öll velkomin.

22. febrúar kl. 15.00 – 17.00 Hægt verður að fylgjast með verklegri kennslustund í myrkraherbergi, skoða verkefni nemenda skólans á ýmsum stigum og fá allar upplýsingar um námið sem boðið er upp á í skólanum

23. febrúar kl. 15.00 – 17.00 Hægt verður að fylgjast með nemendum að störfum á verkstæðum, skoða verkefni nemenda skólans á ýmsum stigum og fá allar upplýsingar um námið sem boðið er upp á í skólanum.

Verið öll velkomin.

Einnig er auðvitað alltaf hægt að skrifa okkur póst með fyrirspurnum eða að hringja í okkur, sími 5620623.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna