Af kjarnorkuslysum og ógn við lífríkið.

aa

Margar bækur var að vanda á sjá á Paris Photo sýningunni sem haldin var í nóvember. Við fengum að kíkja á nokkrar þeirra sem Sissa skólastjóri hafði með sér heim frá París. Þar ber að nefna bókina Monsanto®A Photographic Investigation eftir Mathieu Asselin.  Var hann og verðlaunaður sem besti nýliðinn á Paris Photo þetta árið.

Bókin er  rannsóknarskýrsla um áhrif  efna- og líftækniðnað fyrirtækisins  Monsanto og þar fjallað um stórar og mikilvægar spurningar um áhrif slíks iðnaðar á lífríkið.  Nánar má lesa um þetta áhugaverða verk Mathieu Asselin hér. Þar segir meðal annars þetta og er þá átt við Monsanto:  “The company engages in campaigns of misinformation, the persecution of institutions and individuals, including scientists, farmers and activists that dare to disclose their crimes. Monsanto® is spreading new technologies and products, while scientists, ecological institutions and human rights organization are putting out alerts for issues like public health, food safety and ecological sustainability – issues on which our future on this planet depends. This is all particularly troublesome since Monsanto® is entering a new chapter of disregard for our planet through the creation and commercialization of GMOs.”

Hægt er að fletta í gegnum bókina.

 

Everlasting – Exposure er bókverk eftir Kazuma Obara sem samsett er  úr tveimur ljósmyndabókum og dagblaði. Þar skrásetur hann áhrif kjarnorkuslyssins í Chernobyl, árið 1986, á eftirlifendur og einstaklinga sem jafnvel fæddust eftir slysið. Þetta verk Kazuma Obara hefur hlotið mikla umfjöllun og fjölda tilnefninga til verðlauna. Nánar má lesa um það hér og að skoða verkið hér.

Kazuma Obara  er ekki ókunnugur skrásetningu slysa og hamfarasvæða og hefur skrásett afleiðingar kjarnorkuslyssins í Fukushima  Daiichi kjarnorkuverinu árið 2011. Það verkefni birtist í bók Reset Beyond Fukushima. Hann hefur síðar haldið áfram að vinna að áþekkum verkefnum og meðal annars  gefið út Silent Histories sem fjallar um áhrif Seinni heimstyrjaldarinnar í Japan.

/sr.